Fékk loksins athygli þegar hann byrjaði að blóta Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Óttarr ræddi heillengi við Snæbjörn Ragnarsson Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“ Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira