Lífið

Odd­ný og Almar skoðuðu fal­lega blokkar­í­búð með sögu og risa­bóka­hillu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Almar og Oddný fjárfestu ekki í íbúðinni í Hvassaleitinu.
Almar og Oddný fjárfestu ekki í íbúðinni í Hvassaleitinu.

Í gærkvöldi fór Hugrún Halldórsdóttir af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Draumaheimilið. Þátturinn er alls ekki aðeins fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum heldur fá áhorfendur góð ráð og innblástur fyrir sín eigin heimili.

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa.

Í gær skoðaði parið Oddný María Kristinsdóttir og Almar Ögmundsson þrjár eignir í þeirri von um að finna draumaeignina.

Í lokin völdu þau sér síðan eign til að bjóða og í og það gekk eftir og í dag eiga þau draumaeignina í Kópavogi.

Í þættinum í gær skoðuðu þau blokkaríbúð í Hvassaleiti á fjórðu hæð. Íbúðin var áður í eigu Árnastofnun og þar mátti sjá einstaklega fallega bókarhillu sem þar sem var áður inni í stofu en eftir að fyrri eigendur opnuðu á milli stofunnar og eldhússins var ákveðið að halda í gömlu fallegu bókarhilluna.

Þau Oddný og Almar tóku ákvörðun um að fjárfesta ekki í þessari eign en voru samt sem áður nokkuð hrifin. Það var söngkonan og fasteignasalinn Hera Björk sem sýndi parinu allar eignirnar þrjár.

Klippa: Odd­ný og Almar skoðuðu fal­lega blokkar­í­búð með sögu og risa­bóka­hilluFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.