Fjórir hafa verið handteknir til viðbótar vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Átta hafa nú verið handteknir í tengslum við rannsóknina. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Miðlægri rannsóknardeild um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við dómsmálaráðherra um frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi.
Fjallað verður um fjölgun gistinátta Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni síðastliðið sumar og greint frá stöðu bókana fyrir næsta sumar.
Að auki verður talað við íslenska konu í Texas sem hefur aldrei upplifað annað eins veður á þessu landsvæði. Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum síðustu daga.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.