Innlent

Banaslys í Garðabæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.
Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að maðurinn hafi orðið fyrir bifreið er hann gekk yfir götuna. Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 7.54. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið helgig@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×