Innlent

Bein útsending: Ný skýrsla um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 11:30.
Fundurinn hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 11:30. Vísir/Vilhelm

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi í beinu streymi frá Norðurljósum í Hörpu kl. 10.00-11.30 í dag.

Skýrslan sem nú er gefin út byggir á sömu aðferðafræði og sömu innviðir eru metnir og í sambærilegri skýrslu samtakanna frá árinu 2017 en þá var í fyrsta sinn hér á landi gefin út heildstæð skýrsla um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi. Markmið með útgáfu skýrslunnar er að lýsa stöðu helstu innviða hagkerfisins og draga fram hvað þarf til að tryggja gæði þessara meginstoða íslensks samfélags. Í skýrslunni er lagt mat á endurstofnvirði og viðhaldsþörf, ástand innviðanna er metið og greint frá hverjar framtíðarhorfurnar eru.

Innviðirnir sem fjallað er um í skýrslunni eru flugvellir, hafnir, vegakerfi, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuvinnsla, raforkudreifing og -flutningur, fasteignir ríkis og sveitarfélaga og úrgangsmál.

Dagskrá

•Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI

•Samantekt – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI

•Fráveitur – Reynir Sævarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu og formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga

•Vegakerfi – Ásmundur Magnússon, byggingartæknifræðingur á samgöngusviði hjá Mannviti

•Fasteignir ríkis og sveitarfélaga – Sverrir Bollason, skipulagsfræðingur hjá VSÓ

•Umræður – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

•Fundarstjórn – Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×