Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar og sömuleiðis Kristrúnu Frostadóttur sem mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum.

Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru samþykktir í dag.

Við ræðum við Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón um eftirlit í miðborg Reykjavíkur sem lögregla sinnti í gærkvöldi, en helgin nú er sú fyrsta frá því að slakað var á sóttvarnareglum og skemmtistöðum og krám var heimilað að hafa opið á ný eftir að skellt var í lás í byrjun október.

Þá segjum við frá nýjustu vendingum í réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í öldungadeild Bandaríkjaþings og segjum frá leiðangri jeppa Bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til Mars, en hann á að lenda á plánetunni rauðu í næstu viku.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×