Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2021 11:54 Félagarnir Kalli Örvars og Kári Stefáns. Á föstudagskvöldi fyrir viku var bankað uppá hjá Kára, þar var mættur nágranni og afhenti honum klósettrúllu. Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim. Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim.
Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira