Innlent

Suðlægari átt og snjókoma í öllum landshlutum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Veðrið í dag verður svipað og undanfarna daga en á morgun snýst til suðlægari átta með snjókomu í öllum landshlutum og hlýnandi veðri sunnantil.
Veðrið í dag verður svipað og undanfarna daga en á morgun snýst til suðlægari átta með snjókomu í öllum landshlutum og hlýnandi veðri sunnantil. Vísir/Vilhelm

Það verður lítil breyting á veðrinu í dag sem hefur verið nokkuð stöðugt undanfarna daga, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þannig er spáð norðaustan þremur til tíu metrum á sekúndu í dag en stífari vindi á Vestfjörðum og Breiðafirði.

Snjókoma eða él víðast hvar, þó úrkomuminnst á Vesturlandi. Áfram verður nokkuð kalt á landinu, frost á bilinu núll til tíu stig en hiti við frostmark syðst.

„Á morgun snýst til suðlægari áttar og henni fylgir snjókoma í öllum landshlutum og heldur hlýnandi veður sunnantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Norðaustan 3-10 m/s en 10-15 norðvestantil. Dálítil snjókoma um landið norðanvert en él sunnanlands.

Suðlæg átt, 5-13 á morgun en norðaustan 5-10 á Vestfjörðum. Snjókoma með köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig en hiti um og yfir frostmarki syðst.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 5-13 m/s og víða dálítil snjókoma eða él en hægari vindur á Austurlandi framan af degi. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á fimmtudag:

Suðaustan 8-13 m/s, él og hiti um og yfir frostmarki sunnan- og vestanlands, en hægari vindur, þurrt og frost 0 til 5 stig norðaustantil.

Á föstudag:

Suðaustan 8-15 m/s, hvassast syðst. Él sunnantil og hiti 0 til 4 stig. Bjart með köflum og vægt frost um norðanvert landið.

Á laugardag:

Ákveðin suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu en úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:

Suðaustanátt og rigning en áfram úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt með dálítilli rigningu sunnan- og suðaustanlands en annars bjart með köflum. Hlýtt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.