Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2021 21:00 Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00
„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46