„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af" Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2021 19:00 Aðalheiður Borgþórsdóttir og Sigfinnur Mikaelsson. Aurskriða virtist stefna að húsinu þeirra en beygði frá rétt áður. Vísir/Arnar Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember. „Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur. Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum. „Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður. „Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við. „Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður. Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan: Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember. „Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur. Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum. „Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður. „Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við. „Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður. Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46