„Þetta heldur áfram að líta vel út“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 13:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira