Man City skoraði fimm er það fór á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City lék sér að West Bromwich Albion í kvöld.
Manchester City lék sér að West Bromwich Albion í kvöld. Michael Regan/Getty Images

Manchester City vann þægilegan 5-0 útisigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn lyftir liðinu á topp deildarinnar.

İlkay Gündoğan tók við keflinu af Kevin De Bruyne sem er meiddur en þýski landsliðsmaðurinn kom Man City yfir á sjöttu mínútu eftir sendingu Joao Cancelo. Bakvörðurinn bætti svo við öðru marki liðsins á 22. mínútu eftir sendingu Bernardo Silva.

Gündoğan bætti við þriðja markinu þegar hálftími var liðinn og Riyad Mahrez skoraði fjórða markið undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu Raheem Sterling.

Í síðari hálfleik var greiðinn endurgoldinn er Mahrez lagði upp á Sterling. Staðan orðin 5-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigrinum lyftir City sér upp fyrir nágranna sína í United og á topp deildarinnar með 41 stig eftir 19 leiki.

Þar á eftir koma United með 40 stig og Leicester City með 38 stig. Á sama tíma er West Brom í 19. sæti með 11 stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira