Lífið

Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erpur Eyvindarson hefur verið einn þekktasti tónlistarmaður landsins í mörg ár. 
Erpur Eyvindarson hefur verið einn þekktasti tónlistarmaður landsins í mörg ár. 

„Auðvitað kemur að því að allir verða ástfangnir og alveg rosalega mikið. Ég er að reyna sleppa því en ég klikkaðist,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem fjallað var um í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær.

Þar ræddi Auðunn Blöndal við Erp um lífið og feril hans í bransanum.

Erpur opnaði sig um ástarsorg sem hann gekk í gegnum.

„Ég svaf ekki í einhverja þrjá mánuði. Ég hef alltaf viljað læra allt og kynnast öllu en þarna var komið eitthvað sem ég var búinn að loka á og fannst bara hlægilegt og trúi ekki á en þegar maður lendir síðan í því þá er maður bara what the fuck. Ég var í heilt sumar bara að skítandi í mig, komandi heim og svaf ekki og skrifaði texta. Ég samdi svona tíu lög og eru þetta lög sem skipta mig öllu máli.“

Hann segist hafa fundið þarna hverjar afleiðingar af ástarsorg geta verið og það hafi verið erfitt að takast á við.

„Mér finnst ótrúlega gott að stýra lífi mínu sjálfur og hef ekki verið mikið í kærustu leiknum. Ástarsamband sem ég myndi vilja vera í er að eiga besta vin og við getum djöflast á hvort öðru.“

Klippa: Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorgFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.