Það verður margt rætt í þjóðmælaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, um málefnagreining í ríkisstjórn og hvort hægt sé að flýta framkvæmdum í innviðum með þátttöku lífeyrissjóða.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mætir einnig í Sprengisand og mun ræða um bóluefnið og stöðuna á dreifingu þess, umfang faraldursins í Evrópu og ýmislegt annað.
Þá mæta þau Óli Björn Kárason, Drífa Snædal og Smári McCarthy og ræða sölu Íslandsbanka.
Í lok þáttarins ræðir Kristján við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, um breytingar á viðmiðum um skimun við brjóstakrabba, leghálssýni sem liggja á glámbekk, deilur um félagið og framkvæmd skimana.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.