Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vill á þing Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 09:01 Jón Björn Hákonarson hefur að undanförnu gegnt stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Aðsend Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara næsta haust. Í tilkynningu frá Jóni Hákoni kemur fram að hann sé 48 ára Norðfirðingur þar sem hann sé búsettur ásamt eiginkonu minni Hildi Völu Þorbergsdóttur og börnum þeirra tveimur. „Ég hef starfað lengst af á vettvangi sveitarstjórnarmála og verið svo lánsamur að hafa fengið traust þar til fjölbreyttra verka. Ég tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar þangað til haustið 2020 er ég tók við starfi bæjarstjóra. Afskipti mín af sveitarstjórnarmálum hófust þó fyrst á kjörtímabilinu 1994-1998 þegar ég tók fyrst sæti í nefndum á vegum sveitarfélagsins, sem þá var Neskaupstaður, og hef verið virkur á þeim vettvangi síðan. Ég hef setið í og stýrt flestum nefndum Fjarðabyggðar á þessum tíma, ásamt því að sitja í stjórnum samstarfsvettvangs sveitarfélaganna á Austurland og landsvísu. Þá hef ég einnig setið í stjórnum fyrirtækja og tekið þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. Ég hef um árabil verið virkur í starfi Framsóknarflokksins. Ég var kjörinn ritari flokksins árið 2016 og í þeim störfum hef ég fengið að kynnast undirstöðum flokksins, og hef lagt mig fram við að hlúa vel að því öfluga flokkstarfi sem finna má í Framsóknarfélögum víða um land. Sú öfluga grasrót sem innan flokksins starfar er mikilvæg og ég hef stundum sagt að í henni grundvallist kjörorð samvinnunar – Máttur hinnar mörgu- sem á að vera undirstaða Framsóknarflokksins sem félagshyggjuafls,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Hann segir að Framsóknarflokkurinn eigi að vera leiðandi stjórnmálaafl í Norðausturkjördæmi og sé hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að svo verði. Póstkosning Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fer fram í mars. Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í tilkynningu frá Jóni Hákoni kemur fram að hann sé 48 ára Norðfirðingur þar sem hann sé búsettur ásamt eiginkonu minni Hildi Völu Þorbergsdóttur og börnum þeirra tveimur. „Ég hef starfað lengst af á vettvangi sveitarstjórnarmála og verið svo lánsamur að hafa fengið traust þar til fjölbreyttra verka. Ég tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar þangað til haustið 2020 er ég tók við starfi bæjarstjóra. Afskipti mín af sveitarstjórnarmálum hófust þó fyrst á kjörtímabilinu 1994-1998 þegar ég tók fyrst sæti í nefndum á vegum sveitarfélagsins, sem þá var Neskaupstaður, og hef verið virkur á þeim vettvangi síðan. Ég hef setið í og stýrt flestum nefndum Fjarðabyggðar á þessum tíma, ásamt því að sitja í stjórnum samstarfsvettvangs sveitarfélaganna á Austurland og landsvísu. Þá hef ég einnig setið í stjórnum fyrirtækja og tekið þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. Ég hef um árabil verið virkur í starfi Framsóknarflokksins. Ég var kjörinn ritari flokksins árið 2016 og í þeim störfum hef ég fengið að kynnast undirstöðum flokksins, og hef lagt mig fram við að hlúa vel að því öfluga flokkstarfi sem finna má í Framsóknarfélögum víða um land. Sú öfluga grasrót sem innan flokksins starfar er mikilvæg og ég hef stundum sagt að í henni grundvallist kjörorð samvinnunar – Máttur hinnar mörgu- sem á að vera undirstaða Framsóknarflokksins sem félagshyggjuafls,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Hann segir að Framsóknarflokkurinn eigi að vera leiðandi stjórnmálaafl í Norðausturkjördæmi og sé hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að svo verði. Póstkosning Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fer fram í mars.
Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira