„Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2021 13:58 Camilla Rut er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands og er góðvinkona Sólrúnar Diego. @camillarut „Ég ætlaði fyrst ekki að gera neinar athugasemdir við þessar sögusagnir því mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur og ég vil ekki taka þátt í svona þvælu,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir um þær sögusagnir að hún og Sólrún Diego væru ekki lengur vinkonur. Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut)
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira