Innlent

Fluttur með þyrlu á Landspítalann eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um umferðarslysið.
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um umferðarslysið. Vísir/Vilhelm

Bílstjóri vöruflutningabíls var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að bíllinn fór út af Vesturlandsvegi í Melasveit. Afar hvasst er á svæðinu og gengur á með miklum hviðum. Þjóðveginum var lokað í á aðra klukkustund vegna slyssins en nú er umferð hleypt í gegn í hollum.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að gámaflutningabíll hafi farið út af veginum. Hvasst sé á svæðinu og gengi á með hviðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang og var bílstjóri gámaflutningabílsins fluttur á Landspítalann. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.

Fram kemur í færslu Lögreglunnar á Vesturlandi á Facebook að annar handleggur ökumanns hafi verið fastur undir bílnum og þurfti að kalla til kranabíl til að losa hann undan bílnum.

Jens Heiðar segir að viðbúnaði á vettvangi sé lokið en reikna megi með minniháttar töfum á umferð næsta klukkutímann eða svo. Bílum verði hleypt í gegn í hollum.

Um tólfleitið í dag fór flutningabíll á hliðina á Vesturlandsvegi við Skipanes. Líklegt er talið að bíllinn hafi fokið...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Wednesday, January 20, 2021

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×