Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 18:08 Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Samfylkingin Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira