Lífið

Sjáðu stórkostlegan flutning Bjössa í Mínus á Bubbalaginu Trúir þú á engla

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söngvarinn, leikarinn og trommarinn Bjössi í Mínus var einn af gestum Ingó í þættinum Í kvöld er gigg sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. 
Söngvarinn, leikarinn og trommarinn Bjössi í Mínus var einn af gestum Ingó í þættinum Í kvöld er gigg sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld.  Skjáskot

Það var mikið líf og fjör í fyrsta þætti seríu tvö af Í kvöld er gigg og hefur úrval gesta sjaldan verið fjölbreyttara. Gleðigjafinn og Rolling Stones aðdáandinn Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, var meðal gesta ásamt söngvurunum Begga í Sóldögg og Íris Hólm.

Söngvarinn, leikarinn, og trommarinn Bjössi í Mínus sýndi fjöhæfni sína og hæfileika þar sem hann skiptist á að syngja og spila á trommur af miklum krafti. Í þættinum var hálfgert Rolling Stones og Bubbaþema svo að Stones- og Bubbaaðdáendur ættu ekki að láta þáttinn fram hjá sér fara.

Hér má heyra Bjössa syngja Bubbalagið Trúir þú á engla en Bjössi er einmitt einn þeirra leikara sem leikur Bubba í leiksýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu

Klippa: Trúir þú á engla - Bjössi í Mínus

Tengdar fréttir

Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs

Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.