Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:46 Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson, kúabændur á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Kjötætur óskast! „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira