Lífið

Innlit í smekklegt einbýlishús Floyd Mayweather

Stefán Árni Pálsson skrifar
Floyd Mayweather hefur fjárfest töluvert víðsvegar um Bandaríkin.
Floyd Mayweather hefur fjárfest töluvert víðsvegar um Bandaríkin. vísir/youtube/getty

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather hefur þénað um einn milljarð dollara á sínum ferli eða því sem samsvarar um 126 milljarða íslenskra króna.

Árið 2017 fjárfesti hann í einstaklega fallegu húsi í Beverly Hills sem kostaði hann 25 milljónir dollara eða um 3,2 milljarða króna.

Fjallað er um eign Mayweather á YouTube-síðunni The Richest. Þar má meðal annars finna tuttugu manna bíósal, nammiverslun, risastór sundlaug og heilt herbergi fyrir verðlaunagripi hans.

Einnig á boxarinn eignir í Miami og Las Vegas en hér að neðan má sjá innslagið um húsið í Beverly Hills.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.