Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 08:24 Það er mat tveggja lögfræðinga að aðgerðir íslenskra lögregluyfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi verið ólögmætar. Vísir/Vilhelm Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira