Lífið

Lög­reglu­skóla-leik­konan Marion Rams­ey er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Marion Ramsey í hlutverki Laverne Hooks.
Marion Ramsey í hlutverki Laverne Hooks.

Bandaríska leikkonan og listakonan Marion Ramsey, sem þekktust fyrir hlutverk sitt í Lögregluskólamyndunum (e. Police Academy), er látin, 73 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í gær að því er fram kemur í frétt Deadline.

Ramsey fór með hlutverk hinnar hæversku Laverne Hooks í Police Academy frá árinu 1984. Hún fór einnig með sama hlutverk í fimm framhaldsmyndum sem fylgdu.

Ramsey fæddist í Fíladelfíu og hóf leiklistarferil sinn á Broadway á áttunda áratugnum þar sem hún fór meðal annars með hlutverk í uppsetningum á Hello, Dolly og Eubie.

Síðasta kvikmyndahlutverk Ramsey var í kvikmyndinni When I Sing frá árinu 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.