Lífið

Dr. Dre á sjúkrahúsi

Atli Ísleifsson skrifar
Dr. Dre, sem heitir Andre Young réttu nafni, er tónlistarframleiðandi og rappari, sló í gegn á níunda áratugnum, og einn sá allra auðugasti í bransanum.
Dr. Dre, sem heitir Andre Young réttu nafni, er tónlistarframleiðandi og rappari, sló í gegn á níunda áratugnum, og einn sá allra auðugasti í bransanum. Getty

Bandaríski rapparinn og framleiðandinn Dr. Dre hefur verið lagður inn á sjúkrahús en verður brátt sendur aftur heim. Hinn 55 ára Dr. Dre segir frá þessu á Instagram-síðu sinni þó að hann taki ekki fram ástæður þess að hann hafi verið lagður inn.

Dr. Dre tekur sérstaklega fram að hann hafi notið frábærrar aðhlynningar frá starfsmönnum sjúkrahússins.

Bandarískir fjölmiðlar segja að hann hafi verið fluttur á Cedars-Sinai Medical Center í Los Angeles á mánudag eftir að hafa greinst með slagæðargúlp í heila.

Fyrr á árinu var fjallað um það að kona Dr. Dre til 24 ára, hin fimmtuga Nicole Young, hafi sótt um skilnað frá tónlistarframleiðandanum.

Dr. Dre, sem heitir Andre Young réttu nafni, er tónlistarframleiðandi og rappari, sló í gegn á níunda áratugnum, og einn sá allra auðugasti í bransanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.