„Þá verður maður ósjálfrátt eyjarskeggi með öllu sem því tilheyrir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2021 11:31 Pétur Óskar hefur verið að gera góða hluti í músíkinni undanfarin ár. @saga sig „Orðið Aloha er mjög fallegt og merkir að ná að skilja sjálfan sig og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Leyfa blóminu að vaxa eins mikið og það vill og vökva það. Búandi á Íslandi þá verður maður ósjálfrátt eyjarskeggi með öllu sem því tilheyrir og út af því hef ég líklega alltaf haft sterka tengingu til Hawaii. Þarf að fara þangað við tækifæri,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson. Margir þekkja Pétur Óskar sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Aloha. Íris Lóa Eskin syngur bakraddir í laginu. Lagið er pródúserað af Arnari Guðjóns hjá Aeronaut Studios. „Hann pródúseraði mörg fyrstu laganna hjá Kaleo og var sjálfur í Leaves í gamla daga og er í Warmland í dag. Hann bætti mjög miklu við lagið og er algjör galdrakarl. Einhver mesti töffari sem ég þekki. Artworkið er í höndum Sögu Sig sem góð vinkona mín og við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Svo fékk ég Björgvin Pétursson grafískan hönnuð vin minn til að gera flott font og fínisera myndirnar.“ Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri mun svo ásamt Gunnari Auðunni Jóhannssyni kamerumanni skjóta myndbandið við lagið sem kemur út á næstunni. „Svo er ég kominn með band með mjög hæfileikaríku fólki en það eru Helgi Stefánsson á gítar, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur á allt sem þér dettur í hug og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Við erum þessa dagana að æfa á fullu og munum halda tónleika um leið og þetta ástand er orðið bærilegra.“ Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Margir þekkja Pétur Óskar sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Aloha. Íris Lóa Eskin syngur bakraddir í laginu. Lagið er pródúserað af Arnari Guðjóns hjá Aeronaut Studios. „Hann pródúseraði mörg fyrstu laganna hjá Kaleo og var sjálfur í Leaves í gamla daga og er í Warmland í dag. Hann bætti mjög miklu við lagið og er algjör galdrakarl. Einhver mesti töffari sem ég þekki. Artworkið er í höndum Sögu Sig sem góð vinkona mín og við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Svo fékk ég Björgvin Pétursson grafískan hönnuð vin minn til að gera flott font og fínisera myndirnar.“ Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri mun svo ásamt Gunnari Auðunni Jóhannssyni kamerumanni skjóta myndbandið við lagið sem kemur út á næstunni. „Svo er ég kominn með band með mjög hæfileikaríku fólki en það eru Helgi Stefánsson á gítar, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur á allt sem þér dettur í hug og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Við erum þessa dagana að æfa á fullu og munum halda tónleika um leið og þetta ástand er orðið bærilegra.“ Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“