„Treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júlí 2020 13:30 Oscar Leone hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu fyrir tónlist sína. „Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Lion. „Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.“ Pétur Óskar er í stjörnumerkinu Ljón og þaðan kemur nafn lagsins. „Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í vonina. En líka töffaraskapinn. Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér.“ Það var Arnar Guðjónsson sem pródúseraði lagið. „Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvenær næstu tónleikar verða haldnir.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Pétur Óskar mætti í spjallþátt Gumma Ben fyrir ekki svo löngu og tók þá lagið vinsæla Superstar. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Lion. „Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.“ Pétur Óskar er í stjörnumerkinu Ljón og þaðan kemur nafn lagsins. „Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í vonina. En líka töffaraskapinn. Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér.“ Það var Arnar Guðjónsson sem pródúseraði lagið. „Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvenær næstu tónleikar verða haldnir.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Pétur Óskar mætti í spjallþátt Gumma Ben fyrir ekki svo löngu og tók þá lagið vinsæla Superstar.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira