Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við segja frá nýjustu fréttum frá hamfarasvæðunum í norska bænum Ask þar sem leirskriður féllu á miðvikudag. Björgunarstarf hélt áfram í dag við erfiðar aðstæður þar sem áfram er talin hætta á frekari skriðum.

Rætt verður við lungnalækni sem segir það ekki vera réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni með tilheyrandi svifryksmengun. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda í gær og mældist hæsta gildið þrefalt yfir heilsuverndarmörkum.

Þá munum einnig við segja frá uppbyggingu í Hveragerði og hvernig grjótkrabbi, sem fannst fyrst í Hvalfirði fyrir um fjórtán árum, er nú ný nytjategund hér á landi.

Fréttirnar verða sagðar í beinni útsendingu á slaginu 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og að sjálfsögðu hér á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×