Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 13:00 Siglufjarðarvegur tengir saman Siglufjörð og Fljótin í gegnum Strákagöng. Vísir „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan. Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
„Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan.
Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira