Innlent

Gæti bætt gæði stórra útsendinga á netinu

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði.
Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði.
Lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að lausn sem talin er geta dregið úr álagi á netþjóna og þar með bætt gæði stórra útsendinga á veraldarvefnum. Alþjóðlegu tæknirisarnir Intel og Netflix hafa þegar sýnt verkefninu áhuga.

Það hefur reynst mörgum erfitt að sýna stórviðburði á borð við Eurovision og Ólympíuleikana á netinu en yfirleitt eru gæði og stöðugleiki útsendingana háð fjölda tölva sem styðja við hana. Hér á landi er í þróun svokallað Gradient-kerfi sem talið er geta leyst þennan vanda.

„Við nýtum okkur þá internet fyrirtækin. Við gefum þeim tækifæri á að taka þátt í þessu með því að vera með tölvu með sér sem talar sín á milli og þá geta þau verið með ákveðna samvinnu um það að þegar margir eru að horfa á eitthvað í einu, þá þarf bara að sækja það einu sinni." segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði.

Ýmir áætlar að prufukeyra kerfið fljótlega en hann nýtur liðsinnis háskólanema frá Ísrael, tveggja nemenda úr Háskólanum í Reykjavík, þriggja úr Pekíng-háskóla, tveggja úr Cornell-háskólanum í New York. Tölvurisarnir Intel og Netflix hafa sýnt verkefninu áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×