Innlent

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Andri Eysteinsson skrifar
Stór hluti íbúa Bolungarvíkur er nú í sóttkví. 12 hafa greinst með smit en 177 eru í sóttkví.
Stór hluti íbúa Bolungarvíkur er nú í sóttkví. 12 hafa greinst með smit en 177 eru í sóttkví. Vísir/Samúel Karl

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.

Aðgerðirnar sem settar voru í Bolungarvík, á Ísafirði og í Hnífsdal fólust í því að skólahald var fellt niður og er samkomubann á svæðinu miðað við fimm manns. Alls eru nú 285 manns í sóttkví á Vestfjörðum, þar af 177 í Bolungarvík. 27 sýni voru tekin í dag af íbúum á svæðinu og eru þau nú til rannsóknar.

Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum segir að lögregla hafi í dag heimsótt stærri verslanir í Bolungarvík og á Ísafirði og segja þar að ljóst sé að starfsfólk hefur lagt sig fram við að fara að fyrirmælum lögreglu og þakkar lögregla það kærlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×