Innlent

Út­farar­stjórar boðaðir á fund vegna kórónu­veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm

Útfararstjórar hafa verið boðaðir á fund landlæknis vegna verkferla er varða kórónuveiruna sem veldur Covid19-sjúkdómnum. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun.Þrjú tilfelli veirunnar hafa nú greinst á Íslandi.

Í frétt Fréttablaðsins segir að boðað hafi verið til fundarins í byrjun vikunnar og að þar verði farið yfir það hvernig haga eigi meðhöndlun á líki manneskju sem deyr af völdum kórónuveirunnar. Talið er að væg sýkingarhætta stafi af líkum þeirra sem látast vegna veirunnar.

Þá herma heimildir blaðsins að óánægjuraddir hafi heyrst í hópi útfararstjóra á landinu vegna skorts á upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Útfararstjórar fagni því nú að farið verði yfir nauðsynlega verkferla við útfarir þeirra sem kunna að látast úr Covid19-sjúkdómnum.

Tilmælin sem gefin verða út hérlendis í tengslum við þessa verkferla verða að öllum líkindum að erlendri fyrirmynd, að því er segir í frétt Fréttablaðsins. Í leiðbeiningum sem bresk yfirvöld hafa gefið út í þessum efnum kemur til að mynda fram að færa eigi lík sem fyrst í einangraðan líkpoka og allir sem meðhöndla það skuli klæðast hlífðarbúnaði. Þá er lagst gegn því að smurning sé framkvæmd á líkinu.

Leiðbeiningar landlæknisembættisins verða gerðar aðgengilegar á netinu í þessari viku, að því er fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Þrjú tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst á Íslandi, þar af greindust tvö í gær. Allir sem greindust höfðu dvalið á Ítalíu, þangað sem rekja má langflest kórónuveirusmit í Evrópu. Líðan þeirra sem greinst hafa með veiruna hér á landi er góð.


Tengdar fréttir

Hátt í 300 manns í sótt­kví á Ís­landi vegna kórónu­veirunnar

Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur.

Hátt í 300 manns í sótt­kví á Ís­landi vegna kórónu­veirunnar

Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur.

Hátt í 300 manns í sótt­kví á Ís­landi vegna kórónu­veirunnar

Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×