Flugslys á Reykjavíkurflugvelli 13. október 2005 14:41 Tilkynning barst um að kviknað hefði í flugvél með tugi manns innanborðs í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Allt fór þó vel að lokum því þetta var flugslysaæfing sem á sjötta hundrað manns tók þátt í. Undirbúningur undir æfinguna hefur staðið í nokkra mánuði. Slysið var sviðsett við austurenda flugvallarins og æfð voru viðbrögð við því að vél með 90 manns innanborðs hlekktist á. Bílhræ voru notuð í stað flugvélar og sjálboðaliðar voru í hlutverki farþeganna. Gert var ráð fyrir að um 40 þeirra væru lífshættulega slasaðir. Þar sem ekki var unnt að sinna þeim öllum á Landspítalanum þurfti meðal annars að flytja þá á sjúkrastofnanir á Akureyri og á Akranesi. Menn frá björgunarsveitum, lögregluembættum, Flugmálastjórn, flugrekendum, heilbrigðisstofnunum, slökkviliðum, Rannsóknarnefnd flugslysa, og Rauða krossinum, ásamt sóknarprestum, tóku þátt svo einhverjir séu nefndir. Ekki var síður annasamt í Samhæfingarstöð Almannavarna þaðan sem aðgerðum var stjórnað. Þar fór öll skipulagning fram, menn voru ræstir út og séð um að þeirra þörfum yrði sinnt. Með yfirstjórn fór Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sem segir æfingu af þessu tagi afar nauðsynlega. Hún eigi eftir að skila skarpari stjórnun, viðbrögðum og þekkingu á annmörkum teymisins. Og strax á fyrstu klukkustund komu annmarkarnir í ljós. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og komast að slösuðum en aðgerðarstjórinn var ekki ánægður með hversu langan tíma tók að loka vettvangi slyssins af. Hann segir að það hefði verið mjög slæmt ef um alvöru slys hefði verið að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tilkynning barst um að kviknað hefði í flugvél með tugi manns innanborðs í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Allt fór þó vel að lokum því þetta var flugslysaæfing sem á sjötta hundrað manns tók þátt í. Undirbúningur undir æfinguna hefur staðið í nokkra mánuði. Slysið var sviðsett við austurenda flugvallarins og æfð voru viðbrögð við því að vél með 90 manns innanborðs hlekktist á. Bílhræ voru notuð í stað flugvélar og sjálboðaliðar voru í hlutverki farþeganna. Gert var ráð fyrir að um 40 þeirra væru lífshættulega slasaðir. Þar sem ekki var unnt að sinna þeim öllum á Landspítalanum þurfti meðal annars að flytja þá á sjúkrastofnanir á Akureyri og á Akranesi. Menn frá björgunarsveitum, lögregluembættum, Flugmálastjórn, flugrekendum, heilbrigðisstofnunum, slökkviliðum, Rannsóknarnefnd flugslysa, og Rauða krossinum, ásamt sóknarprestum, tóku þátt svo einhverjir séu nefndir. Ekki var síður annasamt í Samhæfingarstöð Almannavarna þaðan sem aðgerðum var stjórnað. Þar fór öll skipulagning fram, menn voru ræstir út og séð um að þeirra þörfum yrði sinnt. Með yfirstjórn fór Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sem segir æfingu af þessu tagi afar nauðsynlega. Hún eigi eftir að skila skarpari stjórnun, viðbrögðum og þekkingu á annmörkum teymisins. Og strax á fyrstu klukkustund komu annmarkarnir í ljós. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og komast að slösuðum en aðgerðarstjórinn var ekki ánægður með hversu langan tíma tók að loka vettvangi slyssins af. Hann segir að það hefði verið mjög slæmt ef um alvöru slys hefði verið að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira