Erlent

Fjögurþúsund Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak

Fjórir bandarískir hermenn féllu í Írak í gær. Þar með hafa fjögurþúsund bandarískir hermenn fallið síðan innrás var gerð í landið fyrir fimm árum. Bandamenn unnu stríðið gegn herjum Saddams Hussein næsta auðveldlega. Eftirleikurinn hefur hinsvegar verið erfiðari.

En þótt 4000 Bandaríkjamenn hafi nú fallið í valinn er það lítið samanborið við þær tugþúsundir óbreyttra borgara sem hafa látið lífið. Langflestir þeirra hafa fallið fyrir hendi eigin landsmanna, í allskonar hryðjuverkaárásum. Milljónir Íraka hafa að auki hrakist frá heimilum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×