Full alvara á bak við uppsögnina Hjörtur Hjartarson skrifar 15. desember 2014 19:32 „Ég átti engra annarra kosta völ,“ segir svæfingalæknir á Landspítalanum sem í dag sagði upp eftir tuttugu og tveggja ára starf. Ef fram fer sem horfir verður erfitt að manna stöður svæfingasérfræðinga á gjörgæslu spítalans. Heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann hefði ekki trú á því að læknar myndu segja upp og að Ísland stæði upp án nægra sérfræðilækna. Annað virðist þó ætla að koma á daginn. Tveir svæfingalæknar sögðu upp störfum á Landspítalanum í morgun og veldur það stofnuninni miklum vandræðum. „Ég hef hugsað um þetta síðan ástandið hófst í haust og rætt þetta við fjölskylduna mína og ég hef sjálfrar mín vegna ekki talið mér fært annað en að taka þessa ákvörðun,“ segir María Sigurðardóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir sem sagði upp störfum í morgun. Framkvæmdastjórn Landspítalans fundaði vegna málsins í morgun og var þar lýst þungum áhyggjum af stöðu mála. Að lágmarki þurfa átta svæfingalæknar að starfa á spítalanum sé ætlunin að hver þeirra vinni tvær helgar í mánuði. Þegar uppsagnir Maríu og Einars Páls Indriðasonar, sem einnig sagði upp störfum í morgun, taka gildi 1.apríl verða einungis 6,7 stöðugildi mönnuð.Ykkur er væntanlega full alvara með þessum uppsögnum? „Þetta er sjálfstæð ákvörðun sem hver og einn tekur og mér er fyllsta alvara með þessa ákvörðun.“ Ofan á ört fjölgandi uppsagnir blasir við sú staðreynd að 57 prósent lækna eru 50 ára og eldri 41 prósent eru 55 ára en við þau aldursmörk mega læknar hætta að taka vaktir. Ef þróunin næstu tíu árin verður eins og hún hefur verið undanfarin misseri, það er að árlegur fjöldi kandídata frá HÍ verði 48, 66 læknar flytja af landi brott á hverju ári og 28 heim má reikna með að árið 2023 verði rúmlega 390 einstaklingar per lækni á Íslandi, samanborið við 295 árið 2014 og þykir álagið yfirdrifið í dag. Orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra í síðustu viku þar sem hann talaði um að heildarlaun lækna væru á bilinu frá ein komma ein milljón króna til 1 komma þrjár milljónir eru sögð hafa hleypt illu blóði í kjaradeiluna. Hann sagði á þingi í dag að hann hafi aðeins verið að benda á staðreyndir. „Vilji menn fá þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu er alveg sjálfsagt að útvega þær, þetta er allt saman til. Staðan er þessi: Ef gengið verður að kröfum lækna eins og þær hafa birst á 30 samninganefndarfundum mun launakostnaður ríkisins hækka um 50 prósent,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi. Alma Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans, segir uppsagnirnar valda þungum áhyggjum enda hefur ekki gengið sem skyldi að manna síðustu misseri. Hún segir að ef af uppsagnir svæfingalæknanna bætist við þá verði rétt svo hægt að sinna vöktum og bráðastarfsemi. Viðtal við Ölmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
„Ég átti engra annarra kosta völ,“ segir svæfingalæknir á Landspítalanum sem í dag sagði upp eftir tuttugu og tveggja ára starf. Ef fram fer sem horfir verður erfitt að manna stöður svæfingasérfræðinga á gjörgæslu spítalans. Heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann hefði ekki trú á því að læknar myndu segja upp og að Ísland stæði upp án nægra sérfræðilækna. Annað virðist þó ætla að koma á daginn. Tveir svæfingalæknar sögðu upp störfum á Landspítalanum í morgun og veldur það stofnuninni miklum vandræðum. „Ég hef hugsað um þetta síðan ástandið hófst í haust og rætt þetta við fjölskylduna mína og ég hef sjálfrar mín vegna ekki talið mér fært annað en að taka þessa ákvörðun,“ segir María Sigurðardóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir sem sagði upp störfum í morgun. Framkvæmdastjórn Landspítalans fundaði vegna málsins í morgun og var þar lýst þungum áhyggjum af stöðu mála. Að lágmarki þurfa átta svæfingalæknar að starfa á spítalanum sé ætlunin að hver þeirra vinni tvær helgar í mánuði. Þegar uppsagnir Maríu og Einars Páls Indriðasonar, sem einnig sagði upp störfum í morgun, taka gildi 1.apríl verða einungis 6,7 stöðugildi mönnuð.Ykkur er væntanlega full alvara með þessum uppsögnum? „Þetta er sjálfstæð ákvörðun sem hver og einn tekur og mér er fyllsta alvara með þessa ákvörðun.“ Ofan á ört fjölgandi uppsagnir blasir við sú staðreynd að 57 prósent lækna eru 50 ára og eldri 41 prósent eru 55 ára en við þau aldursmörk mega læknar hætta að taka vaktir. Ef þróunin næstu tíu árin verður eins og hún hefur verið undanfarin misseri, það er að árlegur fjöldi kandídata frá HÍ verði 48, 66 læknar flytja af landi brott á hverju ári og 28 heim má reikna með að árið 2023 verði rúmlega 390 einstaklingar per lækni á Íslandi, samanborið við 295 árið 2014 og þykir álagið yfirdrifið í dag. Orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra í síðustu viku þar sem hann talaði um að heildarlaun lækna væru á bilinu frá ein komma ein milljón króna til 1 komma þrjár milljónir eru sögð hafa hleypt illu blóði í kjaradeiluna. Hann sagði á þingi í dag að hann hafi aðeins verið að benda á staðreyndir. „Vilji menn fá þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu er alveg sjálfsagt að útvega þær, þetta er allt saman til. Staðan er þessi: Ef gengið verður að kröfum lækna eins og þær hafa birst á 30 samninganefndarfundum mun launakostnaður ríkisins hækka um 50 prósent,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi. Alma Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans, segir uppsagnirnar valda þungum áhyggjum enda hefur ekki gengið sem skyldi að manna síðustu misseri. Hún segir að ef af uppsagnir svæfingalæknanna bætist við þá verði rétt svo hægt að sinna vöktum og bráðastarfsemi. Viðtal við Ölmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira