Sport

Dagskráin í dag: Sportið í dag, Counter-Strike og Íslendingar í golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sportið í dag er á sínum stað.
Sportið í dag er á sínum stað. Vísir

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport býður upp á sitt lítið af hverju í dag. Við byrjum daginn á úrslitaeinvígi Hauka og Selfoss í Olís deild karla árið 2019. Þá eru uppgjörsþættir Domino´s Körfuboltakvölds og Seinni bylgjunnar sýndir. 

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í dag er á sínum stað sem og svo margt fleira.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Stöð 2 Sport 2

Það er körfuboltaþema á Stöð 2 Sport 2 í allan dag. Aðdáendur NBA-deildarinnar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.

Stöð 2 Sport 3

Við sýnum frá hinum ýmsu yngri flokka mótum í knattspyrnu sem og vel völdum leikjum úr bikarkeppni karla og kvenna. 

Stöð 2 eSport

Við sýnum frá fyrstu landsleikjum Íslands í eFótbolta en keppt er í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Þá sýnum við undanúrslit og úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta sem fram fór á dögunum.

Þá er sýnt frá 6. umferð Vodafone-deildarinnar 2020 þar sem keppt er í Counter-Strike: Global Offensive en lið KR White og Fylkis mætast.

Stöð 2 Golf

Íslenskt golf er í fyrirrúmi í dag þar sem við sýnum Samsung Unglingaeinvígið frá 2014 og Einvígið á Nesinu frá 2006. Þá eru sýndir hápunktar LPGA og PGA mótaraðanna frá 2019 sem og Evrópumótaraðarinnar 2020.

Alla dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása má finna á vefnum okkar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.