Sport

Dagskráin í dag: Sportið í dag, Counter-Strike og Íslendingar í golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sportið í dag er á sínum stað.
Sportið í dag er á sínum stað. Vísir

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport býður upp á sitt lítið af hverju í dag. Við byrjum daginn á úrslitaeinvígi Hauka og Selfoss í Olís deild karla árið 2019. Þá eru uppgjörsþættir Domino´s Körfuboltakvölds og Seinni bylgjunnar sýndir. 

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í dag er á sínum stað sem og svo margt fleira.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Stöð 2 Sport 2

Það er körfuboltaþema á Stöð 2 Sport 2 í allan dag. Aðdáendur NBA-deildarinnar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.

Stöð 2 Sport 3

Við sýnum frá hinum ýmsu yngri flokka mótum í knattspyrnu sem og vel völdum leikjum úr bikarkeppni karla og kvenna. 

Stöð 2 eSport

Við sýnum frá fyrstu landsleikjum Íslands í eFótbolta en keppt er í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Þá sýnum við undanúrslit og úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta sem fram fór á dögunum.

Þá er sýnt frá 6. umferð Vodafone-deildarinnar 2020 þar sem keppt er í Counter-Strike: Global Offensive en lið KR White og Fylkis mætast.

Stöð 2 Golf

Íslenskt golf er í fyrirrúmi í dag þar sem við sýnum Samsung Unglingaeinvígið frá 2014 og Einvígið á Nesinu frá 2006. Þá eru sýndir hápunktar LPGA og PGA mótaraðanna frá 2019 sem og Evrópumótaraðarinnar 2020.

Alla dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása má finna á vefnum okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×