Björgunarsveitarmaður óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2015 19:40 Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira