Björgunarsveitarmaður óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2015 19:40 Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira