Minnisstæðast að geta bjargað fólki Hrund Þórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:00 Fimm ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum á Haítí og enn eru aðstæður þar afar erfiðar. Skjálftinn var sjö á Richter og lagði höfuðborginai Port-au-Prince nánast í rúst. 220 þúsund manns létu lífið og 300 þúsund slösuðust. Frammistaða íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún fyrst á staðinn og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af henni að störfum á vettvangi. „Það þótti mjög einkennilegt hvað við náðum að bregðast fljótt við,“ segir Bragi Reynisson, stjórnandi íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. „Menn voru búnir að setja okkur í annan flokk og gert var ráð fyrir að við yrðum lengi á leiðinni, því við vorum svo langt frá þessum helstu skaðasvæðum.“ Sveitin vann að grófri rústaleit og bjargaði auk þess þremur úr bráðri lífshættu. Hvað stóð upp úr eftir þessa sjö daga á staðnum? „Það er náttúrlega fyrst og fremst að geta bjargað einhverjum,“ segir Bragi. „Og ekki bara að geta bjargað einhverjum út úr rústum heldur líka bara að geta verið til staðar fyrir almenning í landinu og látið gott af sér leiða með þeim hætti.“ Sveitin skildi auk þess eftir hjálpargögn fyrir um tíu milljónir króna enda þótti ekki forsvaranlegt að taka þau með heim þar sem aðstæður voru afar slæmar. Bragi segir ástandið lítið hafa breyst á svæðinu og að enn búi fólk í tjöldum og hálfhrundum húsum. Hins vegar hafi hamfarirnar orðið til framfara í þekkingu á hættusvæðum og nýsköpunar fyrir aðstæður sem þessar. „Þetta kveikti í mjög mörgum að láta gott af sér leiða og reyna að koma með nýjungar inn í þennan heim,“ segir hann. Bragi þakkar almenningi stuðning við sveitina. Myndirðu fara aftur ef útkallið kæmi í dag? „Ekki spurning, ég myndi ekki hika við það,“ segir hann að lokum með áherslu. Tengdar fréttir Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07 Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Fimm ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum á Haítí og enn eru aðstæður þar afar erfiðar. Skjálftinn var sjö á Richter og lagði höfuðborginai Port-au-Prince nánast í rúst. 220 þúsund manns létu lífið og 300 þúsund slösuðust. Frammistaða íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún fyrst á staðinn og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af henni að störfum á vettvangi. „Það þótti mjög einkennilegt hvað við náðum að bregðast fljótt við,“ segir Bragi Reynisson, stjórnandi íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. „Menn voru búnir að setja okkur í annan flokk og gert var ráð fyrir að við yrðum lengi á leiðinni, því við vorum svo langt frá þessum helstu skaðasvæðum.“ Sveitin vann að grófri rústaleit og bjargaði auk þess þremur úr bráðri lífshættu. Hvað stóð upp úr eftir þessa sjö daga á staðnum? „Það er náttúrlega fyrst og fremst að geta bjargað einhverjum,“ segir Bragi. „Og ekki bara að geta bjargað einhverjum út úr rústum heldur líka bara að geta verið til staðar fyrir almenning í landinu og látið gott af sér leiða með þeim hætti.“ Sveitin skildi auk þess eftir hjálpargögn fyrir um tíu milljónir króna enda þótti ekki forsvaranlegt að taka þau með heim þar sem aðstæður voru afar slæmar. Bragi segir ástandið lítið hafa breyst á svæðinu og að enn búi fólk í tjöldum og hálfhrundum húsum. Hins vegar hafi hamfarirnar orðið til framfara í þekkingu á hættusvæðum og nýsköpunar fyrir aðstæður sem þessar. „Þetta kveikti í mjög mörgum að láta gott af sér leiða og reyna að koma með nýjungar inn í þennan heim,“ segir hann. Bragi þakkar almenningi stuðning við sveitina. Myndirðu fara aftur ef útkallið kæmi í dag? „Ekki spurning, ég myndi ekki hika við það,“ segir hann að lokum með áherslu.
Tengdar fréttir Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07 Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07
Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45