Yfir þrjú hundruð milljarða reikningur sem lendir á skattgreiðendum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 20:00 VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda