Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar SB skrifar 15. apríl 2010 08:54 Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var mikið sjónarspil. Nýja eldgosið gæti varað lengi. Mynd/ Vilhelm. Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira