Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar SB skrifar 15. apríl 2010 08:54 Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var mikið sjónarspil. Nýja eldgosið gæti varað lengi. Mynd/ Vilhelm. Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels