Erlent

Musharraf heitir stuðningi við samsteypustjórnina

Asif Ali Zardari ekkill Bhuttos (tv), ásamt Yusuf Raza Gillani. Mynd/ AFP
Asif Ali Zardari ekkill Bhuttos (tv), ásamt Yusuf Raza Gillani. Mynd/ AFP

Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, heitir fullum stuðningi sínum við nýmyndaða samsteypustjórn í landinu, sem skipuð er pólitískum andstæðingum hans. Í göngu sem var farin í dag til að fagna þjóðhátíðardegi Pakistan sagði Musharraf að nýtt tímabil lýðræðis væri framundan.

Þessi orð eru sögð degi eftir að pólitískir andstæðingar hans tilnefndu Yusuf Raza Gillani sem næsta forsætisráðherra Pakistan. Líklegt er að þingið staðfesti val Gillanis á morgun. Hann mun leiða samsteypustjórn sem mynduð er af Þjóðarflokki Bhuttos og PML flokki Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×