Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Valur Grettisson skrifar 28. desember 2009 20:35 Alþjóðaflugvöllurinn í Madrid. Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira