Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2020 13:08 Óvissa er uppi um hvort Garðabær, Reykjavíkurborg og Kópavogur muni koma til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira