Innlent

Þriðja skiptið sem ekkert nýtt smit greinist

Kjartan Kjartansson skrifar
Enginn hefur legið á gjörgæsludeild með Covid-19-smit undanfarna daga og þeim fer fækkandi sem liggja inni á sjúkrahúsi. Myndin er úr safni.
Enginn hefur legið á gjörgæsludeild með Covid-19-smit undanfarna daga og þeim fer fækkandi sem liggja inni á sjúkrahúsi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Enn hafa því 1.797 greinst með veiruna hér á landi. Þetta er í þriðja skipti sem ekkert nýtt smit greinist frá upphafi faraldursins.

Sex eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, einum færri en í gær, og enginn er á gjörgæslu. Í einagrun eru 117 og 659 eru í sóttkví. Nú hafa 1.670 manns náð bata og 19.069 lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 48.413 sýni og bættust á níunda hundrað við á milli daga.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa.

Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fer yfir það sem er efst á baugi með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Gestir fundarins verða Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sveitarfélaginu Árborg. Fjölskyldusvið hefur meðal annars umsjón með skólaþjónustu sveitarfélagsins.

Þau munu ræða um hvaða áhrif aflétting takmarkana, frá og með mánudeginum 4. maí, mun hafa á skólastarf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×