Enski boltinn

Martinez tekur við Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Martinez, verðandi knattspyrnustjóri Wigan.
Roberto Martinez, verðandi knattspyrnustjóri Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, hefur staðfest að Spánverjinn Roberto Martinez verði næsti knattspyrnustjóri félagsins.

Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Sky Sports í dag. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á morgun.

Martinez hefur samþykkt að gera þriggja ára samning við félagið en hann tekur við starfinu af Steve Bruce sem hefur tekið við liði Sunderland.

Martinez lék í sex ár með Wigan og í miklum metum meðal stuðningsmanna félagsins. Hann er 35 ára gamall og þykir með efnilegri knattspyrnustjórunum í enskri knattspyrnu. Hann náði góðum árangri með Swansea undanfarin tvö tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×