Enski boltinn

Frá Stamford Bridge til Úsbekistan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luiz Felipe Scolari er farinn til Úsbekistan.
Luiz Felipe Scolari er farinn til Úsbekistan. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari hefur samið við lið frá Úsbekistan um að taka við knattspyrnustjórn þess næstu átján mánuðina.

Scolari var rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea í febrúar síðastliðnum og hefur verið atvinnulaus síðan.

Liðið sem hann mun stýra heitir Bunyodkor og varð bæði deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Liðið komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Asíu.

Hann tekur við starfinu af landa sínum, Zico, sem fór frá liðinu í desember síðastliðnum og tók þá við CSKA Moskvu.

Zico á langan þjálfaraferil að baki sem hófst árið 1982. Hann gerði brasilíska landsliðið að heimsmeisturum árið 2002 og stýrði svo landsliði Portúgal frá 2003 til 2008. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og til að mynda þjálfað lið í Kúvæt, Japan og nú Úsbekistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×