Enski boltinn

Luisao spenntur fyrir City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luisao á æfingu með brasilíska landsliðinu.
Luisao á æfingu með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Luisao hefur viðurkennt að hann hefur rætt við landa sinn, Robinho, um að ganga til liðs við Manchester City í Englandi.

Luisao er varnarmaður og leikur nú með Benfica í Portúgal. Liðinu tókst að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á liðinni leiktíð. Þar með þykir nokkuð ljóst að liðið mun missa einhverja af sínum sterkustu leikmönnum.

„Þetta gæti verið frábært tækifæri fyrir mig," sagði Luisao í samtali við fréttastofu Sky Sports í dag. „Það er ekki auðvelt að spila í ensku úrvalsdeildinni og það yrði mikil áskorun fyrir mig."

„Það er rétt að ég hef rætt við Robinho um Manchester City og önnur félög og hann hefur hvatt mig til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég mun ganga frá mínum málum fyrir lok júní en nú mun ég einbeita mér að landsliðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×