Innlent

Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá bráðamóttökunni í Fossvogi.
Frá bráðamóttökunni í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. Atkvæðagreiðsla vegna samningsins fór fram frá 20. apríl og lauk í hádeginu í dag.

Á kjörskrá voru 2.859, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2020. Alls tóku 2.288 þátt í kosningunum sem svarar til þátttöku upp á áttatíu prósent.

Niðurstaðan var eftirfarandi: 

Já sögðu 1.052 eða 45,98%

Nei sögðu 1.213 eða 53,02% 

Ég tek ekki afstöðu 23 eða 1,01%

Á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að formanni Samninganefndar ríkisins og Ríkissáttasemjara hafi verið tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.